Entries by Stjorn SUMS

, ,

Myndir frá ársfundinum 2024

Við þökkum kærlega fyrir samveruna á síðasta ársfundi. Sérstakar þakkir fá fyrirlesarar, fundarstjóri og styrktaraðilar. Hér eru nokkrar myndir af deginum, og af nýrri og þáverandi stjórn samtakanna.

,

Aðalfundur SUMS

Stjórn SUMS boðar til ársfundar SUMS sem verður haldinn miðvikudaginn 13. mars kl 16:15 í Hringsal LSH. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður boðið upp á tvö áhugaverð fræðsluerindi og styrktaraðilar munu kynna vörur sínar í kaffihléi. Á ársfundinum verður lögð fram lagabreyting sem félagsmenn hafa fengið sent í tölvupósti. Hlökkum til að hitta ykkur!

Auglýsum eftir framboðum í stjórn

Stjórn sárasamtakanna óskar eftir framboðum í stjórn fyrir næsta aðalfund. Það eru núna tvær lausar stöður og hvetjum við ykkur til að bjóða ykkur fram. Lofum frábærri teymisvinnu og reynslu í að efla sárameðferð á Íslandi. Framboð þurfa að berast fyrir mánudaginn 26.febrúar. Vinsamlegast sendið okkur póst á sums2004@gmail.com. Endurnýjun stjórnar fer svo fram á […]

,

Námskeið um meðferð krabbameinssára

Við auglýsum glæsilegt námskeið í hjúkrunarfræðilegri meðferð krabbameinssára. Það verður haldið í sal Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga mánudaginn 20.nóvember frá kl. 13:00-16:00. Við erum svo heppin að fá erlendan gest Betinu Lund-Nielsen sérfræðing í hjúkrun sjúklinga með krabbameinssár og því er námskeiðið á ensku. Það eru aðeins 35 pláss þannig að fyrstur kemur fyrstur fær. Greiðsla […]

,

Verkefna og rannsóknarstyrkur SUMS

Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir tvo styrki, hvor að verðgildi allt að 250 þúsund krónum. Styrkirnir eru veittir verkefnum eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmast markmiðum SUMS.  Umsækjendur þurfa að vera meðlimir í samtökunum og skuldbinda sig til að kynna verkefnin /rannsóknirnar á ráðstefnu eða aðalfundi SUMS.  […]

, ,

Ársfundur SUMS 2023

Stjórn SUMS boðar til ársfundar SUMS sem verður haldinn miðvikudaginn 15. mars kl 16:15 í Hringsal. Boðið verður upp á tvö áhugaverð erindi um bruna og brunameðferðir. Allir velkomnir!