Ráðstefna SUMS 2022
Þá er komin tímasetning á ráðstefnuna okkar sem verður föstudaginn 11. nóvember næstkomandi. Geggjuð dagskrá allan daginn og góðar veitingar. Allir að taka daginn frá 😉
This author has not written his bio yet.
But we are proud to say that Stjorn SUMS contributed 25 entries already.
Þá er komin tímasetning á ráðstefnuna okkar sem verður föstudaginn 11. nóvember næstkomandi. Geggjuð dagskrá allan daginn og góðar veitingar. Allir að taka daginn frá 😉
Ársfundur SUMS verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl 16.15 í Hringsal. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða tvö áhugaverð erindi. Andri Már Þórarinsson lýtalæknir fjallar um sinus pil og Magali B Mouy hjúkrunarfræðingur fjallar um súrefnismeðferð. Í kaffihléi verða vörukynningar frá styrktaraðilum. Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.
Það styttist í ráðstefnu evrópsku sárasamtakanna. Frábær vettvangur til að dýpka þekkingu sína og auka tengslanetið sitt við fólk með sama áhugasvið. Það er ódýrara skráningargjald til 28. apríl. Allir að skrá sig og mæta. Sjá frekari upplýsingar hjá heimasíðu samtakanna, https://ewma.org/ewma-conferences/2022
Í dag er alþjóðadagur þrýstingssáravarna. Höldum daginn hátíðlegan. Munum eftir HAMUR verklaginu og aðstoðum alla sem eiga í erfiðleikum með hreyfingu að hagræða sér. Frekari upplýsingar má finna hjá samtökum Evrópsku þrýstingssáravarna https://www.epuap.org/
Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir þrjá styrki, hver að verðgildi allt að 200 þúsund krónum.Styrkirnir eru veittir verkefnum eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmast markmiðum SUMS.Umsækjendur þurfa að vera meðlimir í samtökunum og skuldbinda sig til að kynna verkefnin /rannsóknirnar á ráðstefnu eða aðalfundi SUMS.Styrkir eru ekki […]
Hér er hægt að skrá sig á haustráðstefnu SUMS SKRÁNING
Haustráðstefna SUMS verður föstudaginn 5. nóvember á Hótel Hilton. Þemað í ár er óvenjuleg sár. Dagskráin er tilbúin og mikil tilhlökkun geta haldið ráðstefnu eftir svo langa bið. SKRÁNING 08:00-08:30 Skráning og afhending gagna 08:30-08:35 Setning ráðstefnu 08:35-09:05 Atypisk sár- Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir 09:05-09:35 Sinafellsbólga með drepi og gasdrep (Necrotising fasciitis og […]
Ársfundur og tveir áhugaverðir fyrirlestrar um sár og sárameðferð Á morgun fimmtudaginn 20. maí verða samtök um sárameðferð SUMS með sinn árlega aðalfund í Hringsal kl 16:15. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf verða tveir áhugaverðir fyrirlestar. Gunnar Auðólfsson lýtalæknir verður með fyrirlestur um lokaða áverka og svo mun Berglind Chu sérfræðingur í hjúkrun vera með fyrirlestur um […]