Aðalfundur SUMS verður haldinn 12. mars í Hringsal Landspítala við Hringbraut.
Nánar auglýst síðar.
Aðalfundur SUMS verður haldinn 12. mars í Hringsal Landspítala við Hringbraut.
Nánar auglýst síðar.
Aðalfundur SumS verður haldinn 14. mars n.k. í Hringsal LSH. Fundurinn hefst kl. 16.15. Sjá [dagskrá aðalfundar](/docs/dagskra_adalfundur_2007.pdf “Dagskrá aðalfundar 2007”).Bornar verða fram tvær lagabreytingar, vinsamlega kynnið ykkur lagabreytingarnar. Sjá [lagabreytingar](/docs/lagabreytingar_2007.pdf “Lagabreytingar fyrir aðalfund 2007”).Að loknum aðalfundi verða flutt tvö fræðsluerindi. Bjarni Torfason hjartaskurðlæknir ætlar að fræða okkur um vaxtarþætti trombocyta og sárameðferð.Hjúkrunarfræðingar á Æðaskurðdeild B-6 á LSH ætla að segja okkur frá reynslu sinni af VAC meðferð sem er að verða æ algengari þáttur í sárameðferð.Styrktaraðilar SumS munu kynna sínar vörur.Vonandi sjá félagsmenn í SUMS sér fært að mæta.kveðja stjórn SumS
Nú líður að aðalfundi SumS fyrir árið 2006, sem að þessu sinni verður haldinn á Akureyri.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, verða flutt þrjú erindi um sár og sárameðferð.
Aðalfundur SumS var haldinn þann 15. mars s.l. í Hringsal LSH.
Um 40 manns mættu á fundinn.
Dagskrá aðalfundar var samkvæmt lögum SumS.
Varaformaður bauð gesti velkomna og setti fundinn.
Stungið var upp á Aðalheiði K. Þórarinsdóttur sem fundarstjóra og Guðbjörgu Pálsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt.
Varaformaður flutti skýrslu stjórnar.
Á fyrsta fundi eftir stofnfund, skipti stjórn með sér verkum:
Stjórn SumS hefur haldið 4 fundi frá stofnun og m.a. hafa verið rætt fyrstu skref samtakanna.
Allir stjórnarmeðlimir hafa mikinn metnað fyrir hönd samtakanna en eru sammála um nauðsyn þess að byrja rólega og í fyrstu var ákveðið að einblína á:
Tveir stjórnarmeðlima hafa óskað eftir að draga sig í hlé.
Á fyrsta fundi óskaði Aðalheiður K. Þórarinsdóttir eftir að ganga úr stjórn þar sem hún er að hefja nám að nýju. Jón Hjaltalín Ólafsson dró sig einnig í hlé sökum anna í sínum störfum. Varamenn komu inn í stjórn í staðinn.
Þökkum við þeim gott samstarf og hjálp við undirbúning og stofnun SumS.
Ekki komu fram neinar tillögur um breytingar á lögum.
Karl Logason gjaldkeri lagði fram stöðu samtakanna um síðustu áramót. Samtökin eiga 283.741 kr.
Þar sem núverandi formaður Jón Hjaltalín Ólafsson hefur dregið sig í hlé, þurfti að kjósa nýjan formann og var stungið upp á Karli Logasyni æðaskurðlækni sem næsta formanni Sums. Var það einróma samþykkt.
Stungið var upp á stjórnarmönnum SumS, Guðbjörgu Pálsdóttur, Herborgu Ívarsdóttur, Jónu Kristjánsdóttur og Má Kristjánssyni sem öll höfðu gefið kost á sér. Einróma samþykkt.
Elín Ólafsdóttir húðlæknir og Hanna Þórarinsdóttir hjúkrunarfræðingur
Tilnefnd voru þau Ásta Thoroddsen og Einar Hjaltason. Var það samþykkt.
Stungið var upp á að félagsgjöld fyrir árið 2005 yrðu 2000 kr. og árgjöld styrktaraðila 50.000 kr. Samþykkt.
Heimasíða samtakanna kynnt og formlega tekin í notkun. Var það varaformaður SumS sem tók síðuna í notkun.
Fundargestir lýstu ánægju sinni með síðuna og þótti hún bæði falleg og vel gerð.
Að loknum aðalfundarstörfum fengu fundarmenn sér kaffi og skoðuðu hvað styrktaraðilarnir höfðu til sýnis fyrir framan fundarsalinn.
Að kaffihléi loknu var komið að tveimur fræðsluerindum.
Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir með erindið “Húðbitaflutningur til að flýta lækningu sára” og Karl Logason með erindið “Yfirborðsbláæðaaðgerðir á fólki með fótasár”.