Ársfundurinn okkar var haldin 13 mars sl. þar var ný stjórn kosin.  Nýjar inn í stjórn eru Elva Rún Rúnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og Kristín Haraldsdóttir læknir. Fráfarandi stórnarmenn eru Berglind Guðrún Chu og Iris Hansen hjúkrunarfræðingar.

Ný stjórn hefur skipt með sér störfum og er eftirfarandi:

Elva Rún Rúnarsdóttir samfélagsmiðlastjóri
Guðbjörg Pálsdóttir meðstjórnandi
Ingibjörg Guðmundsdóttir formaður
Kristín Haraldsdóttir ritari
Lilja Gunnarsdóttir meðstjórnandi
Tómas Þór Ágústsson meðstjórnandi
Þórgunnur Birgisdóttir gjaldkeri

Við þökkum kærlega fyrir samveruna á síðasta ársfundi. Sérstakar þakkir fá fyrirlesarar, fundarstjóri og styrktaraðilar. Hér eru nokkrar myndir af deginum, og af nýrri og þáverandi stjórn samtakanna.

Stjórn SUMS boðar til ársfundar SUMS sem verður haldinn miðvikudaginn 13. mars kl 16:15 í Hringsal LSH.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður boðið upp á tvö áhugaverð fræðsluerindi og styrktaraðilar munu kynna vörur sínar í kaffihléi.

Á ársfundinum verður lögð fram lagabreyting sem félagsmenn hafa fengið sent í tölvupósti.

Hlökkum til að hitta ykkur!

Stjórn SUMS boðar til ársfundar SUMS sem verður haldinn miðvikudaginn 15. mars kl 16:15 í Hringsal.

Boðið verður upp á tvö áhugaverð erindi um bruna og brunameðferðir.

Allir velkomnir!

Ársfundur SUMS verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl 16.15 í Hringsal. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða tvö áhugaverð erindi. Andri Már Þórarinsson lýtalæknir fjallar um sinus pil og Magali B Mouy hjúkrunarfræðingur fjallar um súrefnismeðferð. Í kaffihléi verða vörukynningar frá styrktaraðilum. Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.

Ársfundur og tveir áhugaverðir fyrirlestrar um sár og sárameðferð

Á morgun fimmtudaginn 20. maí verða samtök um sárameðferð SUMS með sinn árlega aðalfund í Hringsal kl 16:15.

Eftir hefðbundin aðalfundarstörf verða tveir áhugaverðir fyrirlestar. Gunnar Auðólfsson lýtalæknir verður með fyrirlestur um lokaða áverka og svo mun Berglind Chu sérfræðingur í hjúkrun vera með fyrirlestur um áhrif hlífðarbúnaðar á starfsfólk.

Dagskrá:

16:15 Aðalfundarstörf

16:40. “Högg og Klemma” Gunnar Auðólfsson lýtalæknir

17:10 “Hjúkrun Covid-19 sjúklinga á legudeildum Landspítala: Áhrif hlífðarbúnaðar” Berglind Chu sérfræðingur í hjúkrun

Allir eru hjartanlega velkomnir

Ársfundur SUMS verður miðvikudaginn 27. maí kl 16:15 í Hringsal. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða styrktaraðilar SUMS með stuttar kynningar á sínum vörum frá pontu. Allir velkomnir.

Ársfundi SUMS sem átti að vera í dag kl 16:15 í Hringsal hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Ný tímasetning auglýst síðar.

Stjórn SUMS boðar til ársfundar miðvikudaginn 11. mars kl 16:15 í Hringsal á LSH við Hringbraut.

Allir velkomnir

Dagskrá:
16:15 Aðalfundarstörf
16:40 Kaffi og vörukynningar styrktaraðila
17:10 Reynsla af notkun Kerecis Omega 3 Wound á heilsugæslu HSS
-Sveinbjörg S. Ólafsdóttir deildarstjóri á hjúkrunarmóttöku HSS
17:30 Meðferð með Kerecis Omega 3- nýjungar í meðferð sára með þorskroði
-Hilmar Kjartansson læknir