Rannsókna / verkefnastyrkir SUMS eru lausir til umsóknar. Um er að ræða þrjá styrki að upphæð allt að 200 þús. kr. Styrkirnir eru veittir verkefni eða rannsókn sem stuðlar að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmist markmiðum SUMS. Umsóknarfrestur er til 2. mars n.k. Umsóknir skal senda sem fylgiskjal (pdf skjal) á sums2004@gmail.com Styrkþegar verða kynntir á aðalfundi SUMS 16. mars 2016
Nú er fjöldi skráðra félaga í SUMS kominn í 200. Þetta er í fyrsta sinn frá stofnun samtakanna sem við höfum náð slíkum fjölda.
**Heimsþing sárasamtaka** (World Union of Wound Healing Societies)verður haldið í Flórens Ítalíu í 25. – 29. september 2016Allar nánari upplýsingar fást á heimasíðu samtakanna: www.wuwhs2016.comFrestur til að skila úrdráttum er 23. desember 2015
**Lokað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna**Hægt er að mæta snemma í fyrramálið á Hilton Reykjavík Nordica (um kl. 07:50) og skrá sig þar.
Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna 16. október n.k.Skráningarhnappur er á forsíðu, hægra megin á síðunni.
Ráðstefnan verður haldin 16. október n.k. á Hilton Reykjavík Nordica.Nánar auglýst síðar.Takið daginn frá !
European Academy of Dermatology and Venereology stendur fyrir ráðstefnu sérstaklega ætluð læknum.Ráðstefnan er haldin í Sviss 23. – 25. október 2015.Upplýsinga og skráningarsíða:www.123contactform.com/form-1470481/2015-EADV-Specialist-Course-Wound-Care
Myndböndin okkar um Doppler mælingar og Þrýstingsumbúðir og fótasár komin á netið.Í Doppler myndbandinu sýnir Lilja Þyri Björnsdóttir okkur hvernig nota á Doppler þrýstingsmæli til að meta blóðflæði í fæti.https://youtu.be/YLV8u6afAFMÍ þrýstingsumbúða myndbandinu sýnir Guðbjörg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur hvernig leggja skal þrýstingsumbúðir með stutt-strekkjanlegum bindum á fótasár.https://youtu.be/a2SR6l0tLgY
Nýjasta tímarit EWMA Journal er komið út.Smellið á tengilinn til að ná í blaðið.http://ewma.org/ongoing/Journal/EWMA_J_1501_2015_web.pdf
Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, skipti stjórn SUMS með sér verkum,Guðbjörg Pálsdóttir formaður,Tómas Þór Ágústsson varaformaður,Jóna Kristjánsdóttir gjaldkeri,Linda Björnsdóttir ritari,og Ingibjörg Guðmunsdóttir meðstjórnandi.Varamenn:Iris Hansen,Lilja Þyri Björnsdóttirhttp://sums.is/boardÚr stjórn fóru þær: Ína Kolbrún Ögmundsdóttir og Vilborg Hafsteinsdóttir. Færum við þeim bestu þakkir fyrir frábær störf í þágu samtakanna á liðnum árum.Skoðunarmenn reikninga eru: Ásta St. Thoroddsen og Karl Logason.