Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 26. október n.k.

Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS á næstu dögum.

Verið er að leggja lokahönd á dagskrána og verður hún birt hér á síðunni um leið og hún er tilbúin.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni eru langvinn sár. Meðal annars verður fjallað verður um sérkenni langvinnra sára, notkun stera við sárameðferð, næringu og sárgræðslu.

Opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum.

Ákveðið hefur verið að ráðstefnugjald verði óbreytt frá síðasta ári en það er:

  • 6.000 kr. fyrir félaga í SUMS
  • 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
  • 4.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2012 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna.

Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá gjaldkera SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 24. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, skipti stjórn SUMS með sér verkum:

  • Guðbjörg Pálsdóttir formaður
  • Már Kristjánsson varaformaður
  • Jóna Krisjánsdóttir gjaldkeri
  • Vilborg Hafsteinsdóttir ritari
  • Ína Kolbrún Ögmundsdóttir meðstjórnandi.

Varamenn eru, Karl Logason og Halla Fróðadóttir kom inn sem varamaður í stað Bergþóru Karlsdóttur sem gaf ekki kost á sér áfram. Þökkum við Bergþóru kærlega fyrir samstarfið undanfarin tvö ár.

Hafinn er undirbúningur að dagskrá haustráðstefnu sem verður haldin 26. október n.k.

Nánar um það síðar.

Ársfundur SUMS (aðalfundur og fræðsla) verður verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 21. mars og hefst kl. 16:15.

Á ársfundi eru hefbundin aðalfundarstörf og hefur vægi fræðslu verið aukið.

Að venju verða styrktaraðilar með sýningu á vörum sínum.

Sjá nánar í dagskrá (pdf).

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir styrki að verðgildi 200 þúsund krónur hvor.

Styrkirnir eru veittir verkefni eða rannsókn sem stuðlar að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmist markmiðum SUMS.

Umsóknarfrestur er til 21. febrúar n.k.

Nánari upplýsingar

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 21. október n.k.

Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS þriðjudaginn 27. september.

Tveir erlendir gestafyrirlesarar koma til okkar en þau eru:

Annemarie Brown er hjúkrunarfræðingur sem býr og starfar í Englandi. Annemarie hefur hefur lokið sérnámi í sárahjúkrun og hefur víðtæka reynslu sem sárahjúkrunarfræðingur, bæði í heimahjúkrun og heilsugæslu sem og inni á sjúkrahúsum. Hún lauk meistaraprófi frá háskólanum í Hertfordshire og vinnur nú að doktorsverkefni sínu sem snýr að sjúklingum með bláæðasár, lífsgæðum þeirra og aðlögunarhæfni. Annmarie hefur birt fjölda greina í fagtímaritum auk þess sem hún hefur unnið ötullega að því að bæta lífskjör einstaklinga með langvinn bláæðasár.

Dr. Rolf Jelnes er æðaskurðlæknir og starfar í Sønderborg á Jótlandi í Danmörku. Rolf situr í stjórn dönsku sárasamtakanna og hann heldur úti heimasíðu um sár og sárameðferð, http://www.saarbogen.dk/saarbogen/forside.asp?MIId=10. Auk þess hefur Rolf unnið mikið í að efla menntun heilbrigðisfagfólks í sárameðferð.

Á vegum Mölnlycke kemur Allan Ravn sem er hjúkrunarfræðingur hjá Mölnlycke Health Care í Danmörku þar sem hann starfar við fræðslu- og markaðsmál.

Dagskrá (pdf)

Það er von okkar að við sjáum sem flesta af félagsmönnum okkar á ráðstefnunni.

Ráðstefnugjald:

  • 6.000 kr. fyrir félaga í SUMS
  • 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
  • 4.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2011 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna.

Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá gjaldkera SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 19. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skipti stjórn SUMS með sér verkum.

  • Guðbjörg Pálsdóttir formaður
  • Már Kristjánsson varaformaður
  • Jóna Krisjánsdóttir gjaldkeri
  • Vilborg Hafsteinsdóttir ritari
  • Ína Kolbrún Ögmundsdóttir meðstjórnandi.

Þórhildur Sigtryggsdóttir gaf ekki kost á sér áfram og þökkum við henni samstarfið. Ína Kolbrún Ögmundsdóttir kemur ný inn og er hún boðin velkomin í stjórn samtakanna.

Varamenn eru Karl Logason og Bergþóra Karlsóttir.

Aðalfundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 16. mars og hefst kl. 16:15.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö spennandi fræðsluerindi og vörusýningar styrktaraðila.

Sjá nánar í dagskrá (pdf)

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

Á þorláksmessu færði SUMS sáramiðstöð Landspítala stafræna myndavél að gjöf. Ljósmyndir eru mikilvægar við mat á sárum og við skráningu framvindu. Ljósmyndir af sárum eru einnig hjálplegar sem kennslu- og fræðsluefni. SUMS óskar sáramiðstöð velfarnaðar og vonar að þessi gjöf verði til þess að efla og styrkja starfsemi sáramiðstöðvarinnar enn frekar.Guðbjörg Pálsdóttir sárahjúkrunarfræðingur,hefur umsjón með sáramiðstöðinni. Hægt er að senda tölvupóst á saramidstod@landspitali.is Tilvísun frá heilbrigðisstarfsmanni þarf til að bóka tíma á sáramiðstöð.![](/images/gjof_til_saramidstodvar.jpg “Gjöf til sáramiðstöðvar afhent”)Frá SUMS, f.v. Bergþóra Karlsdóttir varamaður, Már Kristjánsson varaformaður, Jóna Kristjánsdóttir gjaldkeri, Bryndís Guðjónsdóttir deildarstjóri Bráða- og göngudeildar G3 Landspítala og Guðbjörg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur á sáramiðstöð.

Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir styrk að verðgildi 200 þúsund krónur.

Styrkur er veittur verkefni eða rannsókn sem stuðlar að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmist markmiðum SUMS.

Auglýsing um styrk

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 15. október n.k.
Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS mánudag 20. september.

Gestafyrirlesari er Madeileine Flanagan.

Madeleine hefur starfað við Háskólann í Hertfordshire í Englandi síðan 1996 við Faculty of Health & Human Sciences og haft veg og vanda að uppbyggingu og þróun náms í sárameðferð við þá stofnun, bæði í grunn- og framhaldsstigi. Síðustu ár hefur hún þróað og veitt forystu þverfaglegu sáranámi á meistarastigi við Háskólann í Hertfordshire og víðar.
Madeleine er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim.Rannsóknir hennar tengjast meðferð langvinnra sára, sáratengdum verkjum og lífsgæðum sjúklinga með sár. Hún hefur skrifað námsbækur um langvinn sár og hefur birt fjölda greina í fagtímarit.

Dagskrá (pdf)

Það er von okkar að við sjáum sem flesta af félagsmönnum okkar á ráðstefnunni.
Ráðstefnugjöldin eru óbreytt frá fyrri árum:

  • 5.000 kr. fyrir félaga í SUMS
  • 9.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
  • 3.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2010 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna en það er 9000 kr.
Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá stjórn SUMS á sums2004@gmail.com.

Skráningu lýkur 12. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.