Búið er að opna fyrir skráningu á haustráðstefnu SUMS sem verður haldinn föstudaginn 3. nóvember.
Skráningarsíðan er hér: Skráning á ráðstefnu SUMS 2023.
Búið er að opna fyrir skráningu á haustráðstefnu SUMS sem verður haldinn föstudaginn 3. nóvember.
Skráningarsíðan er hér: Skráning á ráðstefnu SUMS 2023.
Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir tvo styrki, hvor að verðgildi allt að 250 þúsund krónum.
Styrkirnir eru veittir verkefnum eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmast markmiðum SUMS.
Umsækjendur þurfa að vera meðlimir í samtökunum og skuldbinda sig til að kynna verkefnin /rannsóknirnar á ráðstefnu eða aðalfundi SUMS.
Styrkir eru ekki veittir til ráðstefnuferða nema ef viðkomandi fer til að kynna verkefni í formi erindis eða veggspjalds.
Í umsókn þarf að koma fram:
Fylgiskjöl: Leyfi frá persónuvernd og siðanefnd þarf að liggja fyrir þar sem það á við.
Umsóknir skal senda sem fylgiskjal (pdf form) á sums2004@gmail.com
Umsóknarfrestur er til 22. Október 2023.
Styrkþegar verða kynntir á haustráðstefnu SUMS 3. nóvember.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á sums2004@gmail.com
Stjórn SUMS boðar til ársfundar SUMS sem verður haldinn miðvikudaginn 15. mars kl 16:15 í Hringsal.
Boðið verður upp á tvö áhugaverð erindi um bruna og brunameðferðir.
Allir velkomnir!
Minnum á ráðstefnu Evrópsku Þrýstingssárasamtakanna, EPUAP sem verður 13-15.sept. Tekið er við úrdráttum til 16.apríl.
Minnum á glæsilega ráðstefnu EWMA, evrópsku sárasamtakanna sem verður 3-5 maí í Mílanó. Ódýrara ráðstefnugjald er til 29.mars þannig að um að gera að draga það ekki að skrá sig.
Aðalfundur sárasamtakanna verður miðvikudaginn 15.mars kl.16:15 í Hringsal Landspítala.
Hefðbundin aðalfundarstörf verða ásamt tveimur erindum.
Dagskráin er í mótun en endilega takið tímann frá
Við þökkum kærlega fyrir frábæra ráðstefnu. Án fyrirlesara, gesta og sérlega styrktaraðila hefði þessi frábæri dagur ekki geta orðið. Hlökkum til að endurtaka leikinn föstudaginn 3.nóvember 2023, allir að taka daginn frá 😉
Jæja, þá er loksins skráningarsíðan okkar komin í gagnið. Allir geta núna skráð sig á ráðstefnuna 11.nóvember 2022. Því miður er dagskráin ekki alveg tilbúin, verið er að staðfesta síðustu fyrirlesarana og hún ætti að koma í ljós fyrir vikulok. Erindin sem verða eru þó alls ekki af verri endanum og dagskráin mjög efnileg. Dæmi um umfjöllunarefni eru sinus pil, stóma, bruni og aflimanir. Allir að skrá sig hér og fylgjast vel með framvindu mála. Hlökkum til að hitta ykkur á Hilton Reykjavík Nordica í bana stuði. https://events.bizzabo.com/SUMS2022/home