Við minnum á fræðslufundinn á mánudag, þar sem okkur býðst að hlusta á frábæra fræðimenn á sviði sárameðferðar.

Fræðslufundurinn er í samvinnu við Kerecis.

Fjallað er um bláæðasár, sykursýkisár, vandamál við krónísk sár, húðvandamál og incontinence.

Fylgiskjal: auglýsing.

Látið sem flesta vita af þessu – aðgangur ókeypis.

Fræðslufundurinn hefst kl 16.15 en aukaaðalfundur SUMS byrjar 16.00.

Samtök um sárameðferð og Kerecis bjóða til fræðslufundar með heimsþekktum fræðimönnum á sviði sárameðferðar, mánudaginn 23. september n.k.

Þessir fræðimenn eru ráðgjafar hjá Kerecis, íslensku fyrirtæki sem þróað hefur stoðefni úr fiskroði, ætlað til sárameðferðar og fleira.

Fundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut og hefst um leið og auka aðalfundi SUMS lýkur.

Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á sárameðferð að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Á undan fræðslufundinum verður auka aðalfundur SUMS þar sem tillaga um lagabreytingu er varðar 4 gr. laga um aðalfund er á dagskrá.

Tillagan varðar tímasetningu aðalfundar.

Í núverandi lagagrein segir: Aðalfund skal halda að hausti ár hvert.

Breytingartillaga: Aðalfund skal halda einu sinni á ári.

Dagskrá:

Kl. 16.00 – 16.10: Auka aðalfundur

Kl. 16.15 – 17.55: Fræðslufundur í samvinnu SUMS og Kerecis

  • Dr. Robert S. Kirsner: Novel Mechanism of Venous Ulceration
  • Dr. David Margolis: Diabetic lower extremity amputation: Is there an epidemic
  • Dr. Magnus S. Agren: Multiplex wound fluid analyses in acute and chronic wounds
  • Madeleine Flanagan RN, MS: Optimal Management of Incontinence Associated Dermatitis

Nánari upplýsingar um erlendu fræðimennina má finna á heimasíðu Kerecis

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, skipti stjórn SUMS með sér verkum:

  • Guðbjörg Pálsdóttir formaður
  • Ína Kolbrún Ögmundsdóttir varaformaður
  • Jóna Kristjánsdóttir gjaldkeri
  • Vilborg Hafsteinsdóttir ritari
  • Már Kristjánsson meðstjórnandi

Varamaður er Lilja Þyri Björnsdóttir sem kemur inn í staðinn fyrir Karl Logason sem gaf ekki kost á sér áfram. Karl hefur setið í stjórn frá stofnun samtakanna. Viljum við færa honum bestu þakkir fyrir samstarfið undanfarin ár og hans þátt í uppbyggingu samtakanna.

Ársfundur SUMS (aðalfundur og fræðsla) verður verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 13. mars og hefst kl. 16:15.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, verða erindi um sárasogsmeðferð.

Að venju verða styrktaraðilar með sýningu á vörum sínum.

Sjá nánar í dagskrá (pdf).

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir tvo styrki að verðgildi 200 þúsund krónur hvor.

Styrkirnir eru veittir verkefni eða rannsókn sem stuðlar að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmist markmiðum SUMS.

Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k.

Nánari upplýsingar

Lokað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS, þeir sem enn eiga eftir að skrá sig verða að mæta snemma 26. október og skrá sig á staðnum.

Sækja dagskrá

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 26. október n.k.

Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS á næstu dögum.

Verið er að leggja lokahönd á dagskrána og verður hún birt hér á síðunni um leið og hún er tilbúin.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni eru langvinn sár. Meðal annars verður fjallað verður um sérkenni langvinnra sára, notkun stera við sárameðferð, næringu og sárgræðslu.

Opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum.

Ákveðið hefur verið að ráðstefnugjald verði óbreytt frá síðasta ári en það er:

  • 6.000 kr. fyrir félaga í SUMS
  • 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
  • 4.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2012 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna.

Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá gjaldkera SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 24. október.

Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, skipti stjórn SUMS með sér verkum:

  • Guðbjörg Pálsdóttir formaður
  • Már Kristjánsson varaformaður
  • Jóna Krisjánsdóttir gjaldkeri
  • Vilborg Hafsteinsdóttir ritari
  • Ína Kolbrún Ögmundsdóttir meðstjórnandi.

Varamenn eru, Karl Logason og Halla Fróðadóttir kom inn sem varamaður í stað Bergþóru Karlsdóttur sem gaf ekki kost á sér áfram. Þökkum við Bergþóru kærlega fyrir samstarfið undanfarin tvö ár.

Hafinn er undirbúningur að dagskrá haustráðstefnu sem verður haldin 26. október n.k.

Nánar um það síðar.

Ársfundur SUMS (aðalfundur og fræðsla) verður verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 21. mars og hefst kl. 16:15.

Á ársfundi eru hefbundin aðalfundarstörf og hefur vægi fræðslu verið aukið.

Að venju verða styrktaraðilar með sýningu á vörum sínum.

Sjá nánar í dagskrá (pdf).

Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.