Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 21. október n.k.
Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS þriðjudaginn 27. september.
Tveir erlendir gestafyrirlesarar koma til okkar en þau eru:
Annemarie Brown er hjúkrunarfræðingur sem býr og starfar í Englandi. Annemarie hefur hefur lokið sérnámi í sárahjúkrun og hefur víðtæka reynslu sem sárahjúkrunarfræðingur, bæði í heimahjúkrun og heilsugæslu sem og inni á sjúkrahúsum. Hún lauk meistaraprófi frá háskólanum í Hertfordshire og vinnur nú að doktorsverkefni sínu sem snýr að sjúklingum með bláæðasár, lífsgæðum þeirra og aðlögunarhæfni. Annmarie hefur birt fjölda greina í fagtímaritum auk þess sem hún hefur unnið ötullega að því að bæta lífskjör einstaklinga með langvinn bláæðasár.
Dr. Rolf Jelnes er æðaskurðlæknir og starfar í Sønderborg á Jótlandi í Danmörku. Rolf situr í stjórn dönsku sárasamtakanna og hann heldur úti heimasíðu um sár og sárameðferð, http://www.saarbogen.dk/saarbogen/forside.asp?MIId=10. Auk þess hefur Rolf unnið mikið í að efla menntun heilbrigðisfagfólks í sárameðferð.
Á vegum Mölnlycke kemur Allan Ravn sem er hjúkrunarfræðingur hjá Mölnlycke Health Care í Danmörku þar sem hann starfar við fræðslu- og markaðsmál.
Dagskrá (pdf)
Það er von okkar að við sjáum sem flesta af félagsmönnum okkar á ráðstefnunni.
Ráðstefnugjald:
- 6.000 kr. fyrir félaga í SUMS
- 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
- 4.000 kr. fyrir nema
Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2011 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna.
Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá gjaldkera SUMS á sums2004@gmail.com
Skráningu lýkur 19. október.
Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.