Á þorláksmessu færði SUMS sáramiðstöð Landspítala stafræna myndavél að gjöf. Ljósmyndir eru mikilvægar við mat á sárum og við skráningu framvindu. Ljósmyndir af sárum eru einnig hjálplegar sem kennslu- og fræðsluefni. SUMS óskar sáramiðstöð velfarnaðar og vonar að þessi gjöf verði til þess að efla og styrkja starfsemi sáramiðstöðvarinnar enn frekar.Guðbjörg Pálsdóttir sárahjúkrunarfræðingur,hefur umsjón með sáramiðstöðinni. Hægt er að senda tölvupóst á saramidstod@landspitali.is Tilvísun frá heilbrigðisstarfsmanni þarf til að bóka tíma á sáramiðstöð.![](/images/gjof_til_saramidstodvar.jpg “Gjöf til sáramiðstöðvar afhent”)Frá SUMS, f.v. Bergþóra Karlsdóttir varamaður, Már Kristjánsson varaformaður, Jóna Kristjánsdóttir gjaldkeri, Bryndís Guðjónsdóttir deildarstjóri Bráða- og göngudeildar G3 Landspítala og Guðbjörg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur á sáramiðstöð.
Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir styrk að verðgildi 200 þúsund krónur.
Styrkur er veittur verkefni eða rannsókn sem stuðlar að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmist markmiðum SUMS.
Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 15. október n.k.
Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS mánudag 20. september.
Gestafyrirlesari er Madeileine Flanagan.
Madeleine hefur starfað við Háskólann í Hertfordshire í Englandi síðan 1996 við Faculty of Health & Human Sciences og haft veg og vanda að uppbyggingu og þróun náms í sárameðferð við þá stofnun, bæði í grunn- og framhaldsstigi. Síðustu ár hefur hún þróað og veitt forystu þverfaglegu sáranámi á meistarastigi við Háskólann í Hertfordshire og víðar.
Madeleine er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim.Rannsóknir hennar tengjast meðferð langvinnra sára, sáratengdum verkjum og lífsgæðum sjúklinga með sár. Hún hefur skrifað námsbækur um langvinn sár og hefur birt fjölda greina í fagtímarit.
Það er von okkar að við sjáum sem flesta af félagsmönnum okkar á ráðstefnunni.
Ráðstefnugjöldin eru óbreytt frá fyrri árum:
- 5.000 kr. fyrir félaga í SUMS
- 9.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
- 3.000 kr. fyrir nema
Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2010 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna en það er 9000 kr.
Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá stjórn SUMS á sums2004@gmail.com.
Skráningu lýkur 12. október.
Utanfélagsmenn sem hafa áhuga á að ganga í samtökin, skulu sækja um aðild á heimasíðu SUMS www.sums-is.org og eftir að staðfesting hefur borist geta þeir skráð sig inn á ráðstefnuna sem félagar.
Fótasáralykill Sáramiðstöðvar LSH sem fjarlægður var 4. mars s.l. vegna breytinga á lyklinum, hefur verið settur inn aftur undir “Fræðsluefni” og hér fyrir neðan.
Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund var haldinn 7. apríl s.l. þar sem stjórnin skipti með sér verkum:
Stjórn SUMS:
- Guðbjörg Pálsdóttir, formaður
- Már Kristjánsson, varaformaður
- Jóna Kristjánsdóttir, gjaldkeri
- Vilborg Hafsteinsdóttir, ritari
- Þórhildur Sigtryggsdóttir, meðstjórnandi.
Er þetta óbreytt frá síðasta ári.
Varamenn eru þau, Bergþóra Karlsdóttir og Karl Logason.
Unnur Þormóðsdóttir gaf ekki kost á sér áfram sem varamaður. Þökkum við henni samstarfið.
Bergþóra Karlsdóttir kemur ný inn og bjóðum við hana velkomna í stjórn SUMS.
Þeim vandræðum sem við höfum átt með hýsingu heimasíðu SUMS er nú lokið.
Búið er að fá íslenskan aðila til að hýsa síðuna og er hún nú hraðvirkari en nokkru sinni áður.
Vonandi að hún geti því sinnt hlutverki sínu betur hér eftir.
Aðalfundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 17. mars og hefst kl. 16:15.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður kynning á Sáramiðstöð Landspítala og tvö fræðsluerindi.
Sjá nánar í dagskrá.
Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.
Fótasáralykill frá Sáramiðstöð Landspítala hefur tímabundið verðið fjarlægður vegna breytinga.
Heimasíða SUMS hefur verið óvirk í nokkurn tíma vegna bilunar hjá hýsingaraðila síðunnar erlendis. Nú er þetta komið í lag. Biðjumst við velvirðingar á þessu og vonum að þessi bilun hafi ekki valdið ykkur óþægindum.
Framundan er aðalfundur SUMS sem haldinn verður 17. mars kl. 16:15 í Hringsal Landspítala við Hringbraut. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða áhugaverð erindi.
Takið daginn frá !
Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS
Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli 25. september n.k.
Dagskráin verður heldur viðameiri en venjulega vegna þess að samtökin fagna 5 ára afmæli sínu á þessu ári, en þau voru stofnuð 28. október 2004.
Við fáum m.a. til okkar tvo góða gesti, Bo Jörgensen yfirlækni og Prófessor Finn Gottrup lækni frá Bispebjerg sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.
Finn Gottrup kom hér haustið 2004 og veitti góð ráð við undirbúning og stofnun samtakanna.
Það er von okkar að við sjáum sem flesta af félagsmönnum okkar á ráðstefnunni.
Ráðstefnugjöldin eru óbreytt frá fyrri árum:
- 5.000 kr. fyrir félaga í SUMS
- 9.000 kr. fyrir aðra en félaga
- 3.000 kr. fyrir nema
Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2009 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna en það er 9000 kr. Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá stjórn SUMS á sums2004@gmail.com
Skráningu lýkur 23. september