Ársfundur SUMS verður miðvikudaginn 27. maí kl 16:15 í Hringsal. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða styrktaraðilar SUMS með stuttar kynningar á sínum vörum frá pontu. Allir velkomnir.

Ársfundur SUMS verður miðvikudaginn 27. maí kl 16:15 í Hringsal. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða styrktaraðilar SUMS með stuttar kynningar á sínum vörum frá pontu. Allir velkomnir.
EWMA hefur ákveðið að fresta ráðstefnu sinni sem var fyrirhuguð í maí til 18. nóvember vegna COVID-19 faraldursins.
Sjá nánar á heimasíðu EWMA
Ársfundi SUMS sem átti að vera í dag kl 16:15 í Hringsal hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Ný tímasetning auglýst síðar.
Allir velkomnir
Dagskrá:
16:15 Aðalfundarstörf
16:40 Kaffi og vörukynningar styrktaraðila
17:10 Reynsla af notkun Kerecis Omega 3 Wound á heilsugæslu HSS
-Sveinbjörg S. Ólafsdóttir deildarstjóri á hjúkrunarmóttöku HSS
17:30 Meðferð með Kerecis Omega 3- nýjungar í meðferð sára með þorskroði
-Hilmar Kjartansson læknir
Nýjasta tölublað EWMA er komið út.
Í þessu tímariti er lögð sérstök áhersla á sár og sárameðferð hjá sjúklingum með krabbamein.
Að auki eru vísindagreinar og fréttir frá EWMA og samstarfsfélögum.
16. haustráðstefnu SUMS er nú lokið. Þemað í ár var langvinn sár, ráðstefnan var vel sótt og við fengum að heyra mörg áhugaverð erindi. Anna Steinsen hjá KVAN sló svo á létta strengi í lok dags.
Styrktaraðilar sáum um áhugaverðar kynningar á sárameðferðarvörum í matar og kaffihléi.
Tveir rannsóknar og verkefnastyrkir voru veittir. Það voru þær Ástríður Pétursdóttir og Hulda Margrét Valgarðsdóttir sem fengu styrkina í ár, 200 þús kr hvor styrkur. Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að heyra af verkefnum þeirra.
Við þökkum fyrirlesurum, styrktaraðilum og ráðstefnugestum kærlega fyrir komuna og vonum að allir hafi átt ánægjulegan dag með okkur.
Ljósmyndir frá ráðstefnunni eru komnar inn á síðuna og eru í flipa merktur “efni” – ljósmyndir hér fyrir ofan.
Dagskrá:
08:00-08:30 Skráning og afhending gagna
08:30-08:35 Setning ráðstefnu
08:35-08:55 Sárin sem ekki gróa; Ingibjörg Guðmundsdóttir; hjúkrunarfræðingur
08:55-09:20 Hvað ef sárið grær? Lilja Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
09:20-09:40 Sáranámskeið í Háskólanum í Suður Noregi: Elva Rún Rúnarsdóttir og Sigþór Jens Jónsson, hjúkrunarfræðingar í meistaranámi segja frá reynslu sinni
09:50-10:20 Kaffi og vörukynningar
10:20-10:50 Langvinn fótasár og æðasjúkdómar. Steinarr Björnsson; æðaskurðlæknir
10:50-11:20 Heildrænt mat á sárum, meðferðaráætlun og mat á árangri; Þórgunnur Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur
11:20-11:50 Áhrif áhugahvetjandi samtals til að auka áhuga til breytinga; Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
12:00-13:00 Matur og vörukynningar
13:00-13:40 Þverfagleg teymi í meðferð einstaklinga með sykursýkisár; Andreas Dietze, bæklunarlæknir
13:40-14:10 Offloading for the Diabetic Foot – current recommendations; Scott Gribbon, fótaaðgerðafræðingur
14:10-14:40: Sykursýkisár séð með augum bæklunarlæknis; Andreas Dietze
14:40-15:00 Að loknu góðu dagsverki; TBA
Fundarstjóri: Inga Margrét Skúladóttir
Verð: 12500 kr fyrir félagsmenn, 5500 kr fyrir nema, 21500kr fyrir utanfélagsmenn
Verkefna- og rannsóknarstyrkur SUMS
Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir þrjá styrki, hver að verðgildi allt að 200 þúsund krónum.
Styrkirnir eru veittir verkefnum eða rannsóknum sem stuðla að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmast markmiðum SUMS.
Umsækjendur þurfa að vera meðlimir í samtökunum og skuldbinda sig til að kynna verkefnin /rannsóknirnar á ráðstefnu eða aðalfundi SUMS.
Styrkir eru ekki veittir til ráðstefnuferða nema ef viðkomandi fer til að kynna verkefni í formi erindis eða veggspjalds.
Í umsókn þarf að koma fram:
Fylgiskjöl: Leyfi frá persónuvernd og siðanefnd þarf að liggja fyrir þar sem það á við.
Umsóknir skal senda sem fylgiskjal (pdf form) á sums2004@gmail.com
Umsóknarfrestur er til 1. október 2019
Styrkþegar verða kynntir á haustráðstefnu SUMS 11. október 2019
Nánari upplýsingar má fá með því að senda póst á sums2004@gmail.com
Haustráðstefna SUMS 2019 verður á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 11. október frá kl 8-16. Takið daginn frá.
Ársfundur SUMS var haldinn miðvikudaginn 20. mars sl. Fundurinn var vel sóttur og auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru tvö fróðleg fræðsluerindi. Lilja Gunnardóttir sagði frá flóknu sáratilfelli úr heilsugæslunni og Berglind Chu, Guðný Einarsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir sögðu frá námskeiði um þrýstingssáravarnir í Dublin sem þær sóttu fyrr í mánuðinum.
Ný stjórn SUMS var kosin, þrír stjórnarmenn luku tveggja ára tímabili í stjórn, þau Ingibjörg Guðmundsdóttir, Tómas Þór Ágústsson og Þórgunnur Birgisdóttir varamaður. Þau gáfu öll kost á sér og voru endurkjörin með lófaklappi.
Hin nýja stjórn hefur skipt með sér verkum og er nú Ingibjörg Guðmundsdóttir formaður, Guðbjörg Pálsdóttir varaformaður, Iris Hansen gjaldkeri, Lilja Gunnarsdóttir ritari og Tómas Þór Ágústsson meðstjórandi. Varamenn eru Þórgunnur Birgisdóttir og Bryndís Elísa Árnadóttir.