Við auglýsum glæsilegt námskeið í hjúkrunarfræðilegri meðferð krabbameinssára. Það verður haldið í sal Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga mánudaginn 20.nóvember frá kl. 13:00-16:00. Við erum svo heppin að fá erlendan gest Betinu Lund-Nielsen sérfræðing í hjúkrun sjúklinga með krabbameinssár og því er námskeiðið á ensku. Það eru aðeins 35 pláss þannig að fyrstur kemur fyrstur fær. Greiðsla […]

Búið er að opna fyrir skráningu á haustráðstefnu SUMS sem verður haldinn föstudaginn 3. nóvember. Skráningarsíðan er hér: Skráning á ráðstefnu SUMS 2023.

Stjórn SUMS boðar til ársfundar SUMS sem verður haldinn miðvikudaginn 15. mars kl 16:15 í Hringsal. Boðið verður upp á tvö áhugaverð erindi um bruna og brunameðferðir. Allir velkomnir!

Jæja, þá er loksins skráningarsíðan okkar komin í gagnið. Allir geta núna skráð sig á ráðstefnuna 11.nóvember 2022. Því miður er dagskráin ekki alveg tilbúin, verið er að staðfesta síðustu fyrirlesarana og hún ætti að koma í ljós fyrir vikulok. Erindin sem verða eru þó alls ekki af verri endanum og dagskráin mjög efnileg. Dæmi […]

Þá er komin tímasetning á ráðstefnuna okkar sem verður föstudaginn 11. nóvember næstkomandi. Geggjuð dagskrá allan daginn og góðar veitingar. Allir að taka daginn frá 😉

Ársfundur SUMS verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl 16.15 í Hringsal. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða tvö áhugaverð erindi. Andri Már Þórarinsson lýtalæknir fjallar um sinus pil og Magali B Mouy hjúkrunarfræðingur fjallar um súrefnismeðferð. Í kaffihléi verða vörukynningar frá styrktaraðilum. Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur.

Haustráðstefna SUMS verður föstudaginn 5. nóvember á Hótel Hilton. Þemað í ár er óvenjuleg sár. Dagskráin er tilbúin og mikil tilhlökkun geta haldið ráðstefnu eftir svo langa bið. SKRÁNING 08:00-08:30       Skráning og afhending gagna 08:30-08:35       Setning ráðstefnu 08:35-09:05       Atypisk sár- Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir 09:05-09:35       Sinafellsbólga með drepi og gasdrep (Necrotising fasciitis  og […]

Ársfundur og tveir áhugaverðir fyrirlestrar um sár og sárameðferð Á morgun fimmtudaginn 20. maí verða samtök um sárameðferð SUMS með sinn árlega aðalfund í Hringsal kl 16:15. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf verða tveir áhugaverðir fyrirlestar. Gunnar Auðólfsson lýtalæknir verður með fyrirlestur um lokaða áverka og svo mun Berglind Chu sérfræðingur í hjúkrun vera með fyrirlestur um […]

EWMA hefur ákveðið að fresta ráðstefnu sinni sem var fyrirhuguð í maí til 18. nóvember vegna COVID-19 faraldursins. Sjá nánar á heimasíðu EWMA 

Næsta EWMA ráðstefna verður haldin í London 13.-15. maí 2020. Opnað verður fyrir skráningar á ráðstefnuna í nóvember. Sjá nánar  hér 

Dagskrá: 08:00-08:30         Skráning og afhending gagna 08:30-08:35         Setning ráðstefnu 08:35-08:55         Sárin sem ekki gróa; Ingibjörg Guðmundsdóttir; hjúkrunarfræðingur 08:55-09:20         Hvað ef sárið grær? Lilja Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 09:20-09:40        Sáranámskeið í Háskólanum í Suður Noregi: Elva Rún Rúnarsdóttir og Sigþór Jens Jónsson, hjúkrunarfræðingar í meistaranámi segja frá reynslu sinni 09:50-10:20        Kaffi og […]

Skráning er hafin á haustráðstefnu SUMS sem verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 11. október. Hér er hægt að skrá sig        

Haustráðstefna SUMS 2019 verður á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 11. október frá kl 8-16. Takið daginn frá.

Ársfundur SUMS 2019 verður haldinn miðvikudag 20. mars 2019, kl 16.15 í Hringssal. Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og tvö fræðsluerindi, sjá hér. Allir velkomnir

Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi (hana má einnig sjá á .pdf formi hér): 07:50 – 08:20 Skráning og afhending ráðstefnugagna 08:20 – 08:30 Setning og ávarp Tómas Þór Ágústsson, formaður SUMS 08:30– 09:00 Þrýstingssáravarnir: Gæðarannsókn og ný aðgerðaráætlun Berglind G. Chu, hjúkrunarfræðingur Guðbjörg Pálsdóttir, hjúkrunfræðingur 09:00 – 09:30 Incontinence associated dermatitis Prof. Dr . Dimitri Beeckman […]

Dagskrá haustráðstefnu SUMS sem verður 13. okt er hér Lokað verður fyrir skráningu á netinu kl 13 þann 12. okt. Hægt verður að skrá sig á staðnum þann 13.

Dagskrá: 16.15 – 16.45Aðalfundarstörf16.45 – 17.15Kaffi og vörusýning styrktaraðila17.15 – 17.35 Fylgikvillar fegrunaraðgerða. Halla Fróðadóttir, lýtalæknir flytur fræðsluerindi17.35 – 17.55Sár á Austurlandi. Guðný Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur MS kynnir meistaraverkefni sitt.Allir velkomnir

Dagskrá: 16.15 – 16.45 Aðalfundarstörf 16.45 – 17.15 Kaffi og vörusýning styrktaraðila 17.15 – 17.35 Fylgikvillar fegrunaraðgerða. Halla Fróðadóttir, lýtalæknir flytur fræðsluerindi 17.35 – 17.55 Sár á Austurlandi. Guðný Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur MS kynnir meistaraverkefni sitt. Allir velkomnir

Næsta haustráðstefna SUMS verður á Hilton Hótel föstudaginn 13. október

Haustráðstefna SUMS verður föstudaginn 21. okt á Hilton Reykjavík Nordika. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er langvinn sár og fótamein sykursjúkra. Dagskráin er [hér ](https://icelandtravel.artegis.com/lw/CustomContent?T=1&custom=1571&navid=15496&event=12140) Opnað hefur verið fyrir skráningu og við hvetjum alla til að skrá sig. [Skráning á ráðstefnuna](https://icelandtravel.artegis.com/lw/Registration?formName=regFormTemplate28057&custom=1571&navid=15492&event=12140)

Ársfundur SUMS verður haldinn 16. mars n.k.í Hringsal Landspítala við Hringbraut.Fundurinn hefst kl. 16.10 Sjá nánar í dagskrá. Aðalfundarboð

**Heimsþing sárasamtaka** (World Union of Wound Healing Societies)verður haldið í Flórens Ítalíu í 25. – 29. september 2016Allar nánari upplýsingar fást á heimasíðu samtakanna: www.wuwhs2016.comFrestur til að skila úrdráttum er 23. desember 2015

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna 16. október n.k.Skráningarhnappur er á forsíðu, hægra megin á síðunni. Dagskrá ráðstefnu 2015

Ársfundur SUMS verður haldinn 9. mars kl. 16.15 í Hringsal Landspítala við Hringbraut.Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö fræðsluerindi. Aðalfundarboð Sáralæknir frá USA

The overall theme of the conference is Pressure Ulcers from Birth to Death: Prevention, Treatment and Rehabilitation. The programme will include key lectures, free paper sessions, symposia, workshops and poster session. Pressure ulcer in children, young persons with neurological disorders and spinal cord injuries, in patients after surgery, in the elderly and in palliative care […]

Ársfundur samtakanna var í gær og mættu 46 manns á fundinn sem telst mjög góð mæting.Byrjað var á hefðbundnum aðalfundarstörfum. Vilborg Hafsteinsdóttir ritari stýrði fundi.Guðbjörg Pálsdóttir formaður flutti tölu um starfsemi samtakanna á liðnu ári, Jóna Kristjánsdóttir gjaldkeri fór yfir endurskoðaða reikninga félagsins. Engar lagabreytingar komu fram. Guðbjörg og Jóna luku setu í stjórn SUMS […]

Miðvikudaginn 19. mars n.k. verður Ársfundur og fræðslufundur SUMS haldinn í Hringsal Landspítala við Hringbraut.Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö fræðsluerindi, Tómas Þór Ágústsson innkirtla- og efnaskiptalæknir fjallar um sykursýkissár og og kynnt verður tilfelli – sykursýkissár. Bergþóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur tekið saman í samráði við Guðbjörgu Pálsdóttur sérfræðing í hjúkrun. Ársfundur – dagskrá

Fimmtudagurinn 21. nóvember 2013 er tileinkaður þrýstingssáravörnum.Hvetjum alla til þátttöku með umræðu og aðgerðum á sínum vinnustað.Er þinn sjúklingur í áhættu? Hvað getur þú gert?* skoðað og metið ástand húðar* metið áhættuþætti* metið næringarástand* gert meðferðaráætlun í samræmi við áhættumat* notað dýnur og sessur í samræmi við áhættumat* notað sýnilega snúnings- og hagræðingarskema þegar við […]

Samtök um sárameðferð og Kerecis bjóða til fræðslufundar með heimsþekktum fræðimönnum á sviði sárameðferðar, mánudaginn 23. september n.k. Þessir fræðimenn eru ráðgjafar hjá Kerecis, íslensku fyrirtæki sem þróað hefur stoðefni úr fiskroði, ætlað til sárameðferðar og fleira. Fundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut og hefst um leið og auka aðalfundi SUMS lýkur. Við hvetjum […]

Ársfundur SUMS (aðalfundur og fræðsla) verður verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 13. mars og hefst kl. 16:15. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, verða erindi um sárasogsmeðferð. Að venju verða styrktaraðilar með sýningu á vörum sínum. Sjá nánar í dagskrá (pdf). Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 26. október n.k. Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS á næstu dögum. Verið er að leggja lokahönd á dagskrána og verður hún birt hér á síðunni um leið og hún er tilbúin. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni eru langvinn sár. Meðal annars verður fjallað verður um sérkenni […]

Ársfundur SUMS (aðalfundur og fræðsla) verður verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 21. mars og hefst kl. 16:15. Á ársfundi eru hefbundin aðalfundarstörf og hefur vægi fræðslu verið aukið. Að venju verða styrktaraðilar með sýningu á vörum sínum. Sjá nánar í dagskrá (pdf). Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 21. október n.k. Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS þriðjudaginn 27. september. Tveir erlendir gestafyrirlesarar koma til okkar en þau eru: Annemarie Brown er hjúkrunarfræðingur sem býr og starfar í Englandi. Annemarie hefur hefur lokið sérnámi í sárahjúkrun og hefur víðtæka reynslu sem sárahjúkrunarfræðingur, bæði í heimahjúkrun […]

Aðalfundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 16. mars og hefst kl. 16:15. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö spennandi fræðsluerindi og vörusýningar styrktaraðila. Sjá nánar í dagskrá (pdf) Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 15. október n.k. Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS mánudag 20. september. Gestafyrirlesari er Madeileine Flanagan. Madeleine hefur starfað við Háskólann í Hertfordshire í Englandi síðan 1996 við Faculty of Health & Human Sciences og haft veg og vanda að uppbyggingu og þróun náms í sárameðferð við […]

Aðalfundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 17. mars og hefst kl. 16:15. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður kynning á Sáramiðstöð Landspítala og tvö fræðsluerindi. Sjá nánar í dagskrá. Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli 25. september n.k. Dagskráin verður heldur viðameiri en venjulega vegna þess að samtökin fagna 5 ára afmæli sínu á þessu ári, en þau voru stofnuð 28. október 2004. Við fáum m.a. til okkar tvo góða gesti, Bo Jörgensen yfirlækni og Prófessor […]

Aðalfundur samtakanna var haldinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 18. mars s.l. Herborg Ívarsdóttir varaformaður setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Félagar í SUMS voru 157 í árslok 2008. Már Kristjánsson gjaldkeri lagði fram reikninga stjórnar og standa samtökin vel. Ákveðið var að árgjöld félagsmanna og styrktaraðila skyldu vera óbreytt. Lagabreytingar. Tvær lagabreytingar voru lagðar fram, annars […]

Aðalfundur samtakanna verður haldinn 18. mars n.k. á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi og hefst kl. 16:45. Sjá dagskrá aðalfundar Leiðarvísir að sjúkrahúsinu Best er að ganga inn um nýja aðalinnganginn og niður í kjallara til vinstri. Lagabreytingar Breyting 1 Stjórn SUMS leggur fram tillögu um breytingu á merki (lógó) samtaka um sárameðferð á Íslandi. Núverandi merki […]

Aðalfundur SUMS verður haldinn 12. mars n.k. í Hringsal Landspítala (Barnaspítala Hringsins, gengið inn að sunnan). Venjubundin aðalfundarstörf. Flutt tvö fræðsluerindi. Dagskrá aðalfundar SUMS 2008.

Aðalfundur SUMS verður haldinn 12. mars í Hringsal Landspítala við Hringbraut. Nánar auglýst síðar.

Aðalfundur SumS verður haldinn 14. mars n.k. í Hringsal LSH. Fundurinn hefst kl. 16.15. Sjá [dagskrá aðalfundar](/docs/dagskra_adalfundur_2007.pdf “Dagskrá aðalfundar 2007”).Bornar verða fram tvær lagabreytingar, vinsamlega kynnið ykkur lagabreytingarnar. Sjá [lagabreytingar](/docs/lagabreytingar_2007.pdf “Lagabreytingar fyrir aðalfund 2007”).Að loknum aðalfundi verða flutt tvö fræðsluerindi. Bjarni Torfason hjartaskurðlæknir ætlar að fræða okkur um vaxtarþætti trombocyta og sárameðferð.Hjúkrunarfræðingar á Æðaskurðdeild B-6 […]

Skjal með dagskrá ráðstefnu

Nú líður að aðalfundi SumS fyrir árið 2006, sem að þessu sinni verður haldinn á Akureyri. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, verða flutt þrjú erindi um sár og sárameðferð. Auglýsing vegna aðalfundar SumS 2006

Aðalfundur SumS var haldinn þann 15. mars s.l. í Hringsal LSH. Um 40 manns mættu á fundinn. Dagskrá aðalfundar var samkvæmt lögum SumS. Varaformaður bauð gesti velkomna og setti fundinn. Fyrsta mál á dagskrá var kosning fundarstjóra og fundarritara. Stungið var upp á Aðalheiði K. Þórarinsdóttur sem fundarstjóra og Guðbjörgu Pálsdóttur sem fundarritara og var […]