Entries by Sverrir Páll Sverrisson

, ,

Aðalfundurinn 2006

Nú líður að aðalfundi SumS fyrir árið 2006, sem að þessu sinni verður haldinn á Akureyri. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, verða flutt þrjú erindi um sár og sárameðferð. Auglýsing vegna aðalfundar SumS 2006

Heiðursverðlaun

Á ársfundi dönsku sárasamtakana eru veittir ýmsir styrkir sem einstaklingum sem vinna við sár og sárameðferð gefst kostur á að sækja um. Einnig veitir fyrirtækið 3M heiðursstyrk árlega, en ekki er hægt að sækja um hann, aðeins að vera tilnefndur til. Í úthlutunarnefnd þess styrkjar situr m.a. Finn Gottrup prófessor sem var gestur okkar á […]

Ráðstefnu SumS lokið

Þátttaka á ráðstefnunni sem haldin var s.l. föstudag, fór fram úr björtustu vonum. Þátttakendur voru kringum 150 manns. Stjórn SumS þakkar öllum fundargestum kærlega fyrir þennan mikla áhuga og sést það berlega hve mikil þörf er á fræðslu um sár og sárameðferð. Verður það stjórn SumS hvatning til að halda áfram og gera betur. Í […]

Ár frá stofnun SumS

Guðbjörg Pálsdóttir ritari SumS skrifar grein í Sår tímarit dönsku sárasamtakanna um eins árs afmæli íslensku sárasamtakanna.Nú er liðið rúmlega eitt ár frá stofnun SumS, Samtaka um sárameðferð á Íslandi. Viðhéldum góða ráðstefnu á eins árs afmælinu, á Hótel Loftleiðum, þar sem mörg góðerindi voru flutt. Ár frá stofnun SumS

Dagskráin

Endanleg dagskrá ráðstefnunnar liggur nú fyrir. Meðal efnis má geta að eftir hádegi verða tveir erlendir fyrirlesarar. Þær koma báðar frá Danmörku og eru: Anette Norden hjúkrunarfræðingur sem fjallar um V.A.C meðferð (Vacuum Assisted Closure) Ulla Moe iðjuþjálfi sem fjallar um þrýstingssár. (frá sjónarhóli iðjuþjálfa)

Lokaútkall

Skráningu á SumS ráðstefnuna líkur 15. október. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig. Látum þetta tækifæri ekki fram hjá okkur fara.

Loksins, loksins

Dagskrá ráðstefnu SumS (pdf skjal) liggur nú fyrir að mestu leyti. Skráning er hafin (sjá efst til vinstri á síðunni) og stendur til og með 15. október. Styrktaraðilar SumS verða á staðnum og kynna sínar vörur. Sjáumst á ráðstefnunni !

Næsta ráðstefna

Búið er að ákveða dagsetningu næstu ráðstefnu SumS. Verður hún haldin á eins árs afmæli samtakanna 28. október n.k. Félagsmenn takið daginn frá. Dagskrá ráðstefnunnar er í mótun og verður nánar auglýst síðar. Settur verður (…)

Aðild að EWMA

Samtök um sárameðferð er orðinn formlegur aðili að EWMA. evrópsku sárasamtökunum. Félagar í aðildarfélögum EWMA fá blaðið þeirra EWMA_JOURNAL frítt !! Blaðið er gefið út tvisvar á ári, vor og haust. Vor blaðið er á leiðinni til okkar og verður sent út til félagsmanna innan skamms. Í blaðinu er m.a. grein um SumS eftir Guðbjörgu […]