Entries by Sverrir Páll Sverrisson

,

Aukaaðalfundur og fræðslufundur mánudaginn 23. september 2013

Samtök um sárameðferð og Kerecis bjóða til fræðslufundar með heimsþekktum fræðimönnum á sviði sárameðferðar, mánudaginn 23. september n.k. Þessir fræðimenn eru ráðgjafar hjá Kerecis, íslensku fyrirtæki sem þróað hefur stoðefni úr fiskroði, ætlað til sárameðferðar og fleira. Fundurinn verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut og hefst um leið og auka aðalfundi SUMS lýkur. Við hvetjum […]

Ný stjórn SUMS 2013

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, skipti stjórn SUMS með sér verkum: Guðbjörg Pálsdóttir formaður Ína Kolbrún Ögmundsdóttir varaformaður Jóna Kristjánsdóttir gjaldkeri Vilborg Hafsteinsdóttir ritari Már Kristjánsson meðstjórnandi Varamaður er Lilja Þyri Björnsdóttir sem kemur inn í staðinn fyrir Karl Logason sem gaf ekki kost á sér áfram. Karl hefur setið í stjórn frá stofnun samtakanna. […]

, ,

Ársfundur 2013

Ársfundur SUMS (aðalfundur og fræðsla) verður verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 13. mars og hefst kl. 16:15. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, verða erindi um sárasogsmeðferð. Að venju verða styrktaraðilar með sýningu á vörum sínum. Sjá nánar í dagskrá (pdf). Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

Rannsóknarstyrkur 2013

Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir tvo styrki að verðgildi 200 þúsund krónur hvor. Styrkirnir eru veittir verkefni eða rannsókn sem stuðlar að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmist markmiðum SUMS. Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k. Nánari upplýsingar

, ,

Ráðstefna SUMS 26. október n.k.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, Reykjavík 26. október n.k. Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS á næstu dögum. Verið er að leggja lokahönd á dagskrána og verður hún birt hér á síðunni um leið og hún er tilbúin. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni eru langvinn sár. Meðal annars verður fjallað verður um sérkenni […]

Ný stjórn SUMS 2012

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund, skipti stjórn SUMS með sér verkum: Guðbjörg Pálsdóttir formaður Már Kristjánsson varaformaður Jóna Krisjánsdóttir gjaldkeri Vilborg Hafsteinsdóttir ritari Ína Kolbrún Ögmundsdóttir meðstjórnandi. Varamenn eru, Karl Logason og Halla Fróðadóttir kom inn sem varamaður í stað Bergþóru Karlsdóttur sem gaf ekki kost á sér áfram. Þökkum við Bergþóru kærlega fyrir samstarfið […]

, ,

Ársfundur 2012

Ársfundur SUMS (aðalfundur og fræðsla) verður verður haldinn í Hringsal Landspítala Hringbraut, miðvikudaginn 21. mars og hefst kl. 16:15. Á ársfundi eru hefbundin aðalfundarstörf og hefur vægi fræðslu verið aukið. Að venju verða styrktaraðilar með sýningu á vörum sínum. Sjá nánar í dagskrá (pdf). Vonumst til að sjá ykkur öll og takið með ykkur gesti.

Rannsóknarstyrkur 2012

Stjórn Samtaka um sárameðferð á Íslandi (SUMS) auglýsir styrki að verðgildi 200 þúsund krónur hvor. Styrkirnir eru veittir verkefni eða rannsókn sem stuðlar að bættri sárameðferð á Íslandi og samræmist markmiðum SUMS. Umsóknarfrestur er til 21. febrúar n.k. Nánari upplýsingar