Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli 25. september n.k.

Dagskráin verður heldur viðameiri en venjulega vegna þess að samtökin fagna 5 ára afmæli sínu á þessu ári, en þau voru stofnuð 28. október 2004.

Við fáum m.a. til okkar tvo góða gesti, Bo Jörgensen yfirlækni og Prófessor Finn Gottrup lækni frá Bispebjerg sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

Finn Gottrup kom hér haustið 2004 og veitti góð ráð við undirbúning og stofnun samtakanna.

Það er von okkar að við sjáum sem flesta af félagsmönnum okkar á ráðstefnunni.

Ráðstefnugjöldin eru óbreytt frá fyrri árum:

  • 5.000 kr. fyrir félaga í SUMS
  • 9.000 kr. fyrir aðra en félaga
  • 3.000 kr. fyrir nema

Minnum félagsmenn á að þeir sem ekki hafa greitt árgjaldið fyrir árið 2009 þurfa að greiða fullt gjald inn á ráðstefnuna en það er 9000 kr. Leiki vafi á hvort árgjaldið hafi verið greitt er hægt er að fá upplýsingar hjá stjórn SUMS á sums2004@gmail.com

Skráningu lýkur 23. september

Dagskrá

Aðalfundur samtakanna var haldinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 18. mars s.l.

Herborg Ívarsdóttir varaformaður setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar.

Félagar í SUMS voru 157 í árslok 2008.

Már Kristjánsson gjaldkeri lagði fram reikninga stjórnar og standa samtökin vel.

Ákveðið var að árgjöld félagsmanna og styrktaraðila skyldu vera óbreytt.

Lagabreytingar.

Tvær lagabreytingar voru lagðar fram, annars vegar er varðar nýtt merki samtakanna og hitt er varðar skammstöfun á nafni SUMS erlendis.

(sjá nánar í aðalfundarboði)

Báðar tillögurnar voru samþykktar.

Breyting á stjórn samtakanna.

Þrír gengu úr stjórn SUMS að þessu sinni, þau Herborg Ívarsdóttir sem gaf ekki kost á sér áfram, Karl Logason sem gaf kost á sér sem varamaður og Már Kristjánsson sem gaf kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.

Tvö framboð til stjórnarsetu höfðu borist, frá Vilborgu Hafsteinsdóttur og Þórhildi Sigtryggsdóttur.

Vilborg er hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Firði í Hafnarfirði og Þórhildur er læknir á Heilsugæslunni Sólvangi í Hafnarfirði.

Frekari framboð komu ekki fram og því var stjórnin sjálfkjörin og nýir stjórnarmeðlimir boðnir velkomnir.

Einn varamaður gekk úr stjórn og í ár var það Elín Ólafsdóttir, húðsjúkdómalæknir. Hún gaf ekki kost á sér áfram. Karl Logason, læknir sem hætti í aðalstjórn gaf kost á sér sem varamaður.

Frekari framboð til varamanns bárust ekki og Karl var því sjálfkjörinn.

Í stjórn sitja því til næsta aðalfundar

Aðalfundur samtakanna verður haldinn 18. mars n.k. á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi og hefst kl. 16:45.

Sjá dagskrá aðalfundar

Leiðarvísir að sjúkrahúsinu

Best er að ganga inn um nýja aðalinnganginn og niður í kjallara til vinstri.

Lagabreytingar

Breyting 1

Stjórn SUMS leggur fram tillögu um breytingu á merki (lógó) samtaka um sárameðferð á Íslandi. Núverandi merki var hannað við undirbúning að stofnun samtakanna og síðan gerðar lítilsháttar breytingar á því á aðalfundi 2007. Nýja merkið.

Breyting 2

Sjá lög SUMS 1. grein

Breyta erlendri skammstöfun samtaka um sárameðferð úr IWHS í SUMS

A loknum aðalfundi verður kaffihlé og styrktaraðilar SUMS kynna vörur sínar og að lokum flutt tvö fræðsluerindi. Vonumst við til að sjá sem flesta félagsmenn í SUMS á aðalfundinum.

kveðja stjórn SUMS

Stjórn SUMS hefur ákveðið að veita tvo styrki, hvor að verðgildi 200.000 kr. til rannsókna/verkefna er tengjast því markmiði félagsins að stuðla að aukinni þekkingu á sáragræðslu og sárameðferð.

Sótt er um styrkinn hér á heimasíðunni. Sjá hnapp til vinstri, “Umsóknir um styrk”

Umsóknarfrestur er til 6. mars og verða styrkþegar kynntir á aðalfundi SUMS sem haldin verður á sjúkrahúsi Selfoss 18. mars n.k

Fjórðu ráðstefnu SUMS er lokið og tókst hún mjög vel. Þemað var sykursýkisár og létu gestir vel af þeim fróðleik sem fram kom hjá fyrirlesurum.

Flestir fyrirlestrana eru komnir inn á heimasíðuna undir “Fræðsluefni”.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnu SUMS sem haldin verður í Salnum Kópavogi 24. október 2008.

Þema ráðstefnunnar er sykursýkisár.

Sjá nánar í dagskrá.

Samtök um sárameðferð voru stofnuð fyrir fjórum árum. Markmið samtakanna er að stuðla að aukinni þekkingu á sárgræðslu og sárameðferð, stuðla að samvinnu og samræmingu í meðferð sára í íslensku heilbrigðiskerfi. Skipuleggja og halda ráðstefnur og fræðslufundi um sárameðferð, stuðla að auknum rannsóknum á sviði sárameðferðar á Íslandi og efla samskipti milli félagsins og annarra samsvarandi félaga innan lands sem utan. Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga á slysa og bráðasviði LSH hefur verið í stjórn samtakanna frá upphafi og hann fræðir okkur um sár og sárameðferð en þess má geta að stutt er síðan samtökin héldu vel heppnaða ráðstefnu þar sem fjallað var um sykursýkisár: Sár og sárameðferð

Aðalfundur SUMS verður haldinn 12. mars n.k. í Hringsal Landspítala (Barnaspítala Hringsins, gengið inn að sunnan).

Venjubundin aðalfundarstörf.

Flutt tvö fræðsluerindi.

Dagskrá aðalfundar SUMS 2008.

Stjórn SUMS hefur ákveðið að veita tvo styrki, hvor að verðgildi 100.000 kr. til rannsókna/verkefna er tengjast því markmiði félagsins að stuðla að aukinni þekkingu á sáragræðslu og sárameðferð.

Þeir sem áhuga hafa, geta sótt um styrkinn hér á heimasíðunni. Sjá hnapp hér til vinstri.

Umsóknarfrestur er til 1. mars og verða styrkþegar kynntir á aðalfundi SUMS sem haldin verður í Hringsal Landspítala 12. mars n.k.

Aðalfundur SUMS verður haldinn 12. mars í Hringsal Landspítala við Hringbraut.

Nánar auglýst síðar.